First things first.
Hér með er ég byrjaður að bloga. Eða blogga? Hmmm.... Allavegana... Skulum byrja á því að hafa það á hreinu að ég er ekkert að fara að missa mig í því að reyna að fá fólk til að lesa blogið/bloggið mitt. Skulum bara líta á þessa síðu sem athvarf fyrir allt bullið mitt. Hvort sem að ykkur finnst það leiðinlegt eða skemmtilegt bull skiptir engu máli. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að ég ætla að reyna að bloga/blogga sé svo að ég geti kíkt á þessa síðu aftur eftir 5 ár og hlegið mig máttlausan yfir því hvað ég var/er(fer eftir því hvernig þú lítur á hlutina) heimskur.
Elgos? Já!
Í dag er maaaaassað eldgos í gangi á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökul. Ég er fáranlega mikið að pæla í því að fara að skoða eldgosið í páskafríinu. Það væri goðsagnarkennt!! Fara líka seint um kvöldið, held það væri awesome að sjá alla eldvirknina í skjóli nætur. Maður getur nú alveg púllað smá miðnæturakstur! Hell yeah!
En já, svona til að enda fyrsta blogið/bloggið mitt þá ætla ég að benda ykkur á litla skoðanakönnun sem verður hér til hliðar. Hvort á að segja blog eða blogg? Ég bara veit ekki! :/
Kv. Atli F
éraðfíletta!
ReplyDeleteeLFaR
Til hamingju með bloggið! þetta er snilld.
ReplyDeleteég mun bókað fylgjast með ef þú hefur ákveðna dagskrárliði eins og hvernig þú ræktar skeggið eða hvernig gekk að kúka þann daginn.
Góður frændi! Keep it up!
ReplyDeleteÞetta er bara snilld :)
ReplyDelete