Wednesday, March 31, 2010

Slakur

Jæja...það lítur allt út fyrir að "Blogg" sé að vinna, sem er bara gott. En nóg um það...

Núna er komið páskafrí. Tími til að troða í sig súkkulaðieggi og nammi... eða þannig, svo er þetta nú ekki mikið páskafrí... stefnir allt í að maður mæti uppí skóla allt páskafríið! Megastuð! Ójé!!

En svo við snúum okkur að mikilvægari málefni. Ég er enn að deyja mig langar svo að skoða gosið. En fólk virðist ekkert yfir sig spennt í að skoða það. Ætli það endi ekki með að ég fari einn. Haha, svo var ég að segja pabba (Hr. Friðberg) frá því að ég ætlaði að reyna labba upp að gosinu og hann talaði nú bara um eins og ég ætti eftir að detta ofan í rennandi hraunið :D ég ætla helst ekki að stinga mig ofan í hraunið, nema það verði fáranlega kalt... þá tekur maður kannski eina skrúfu eða bombu.

Ég hef nú ekki mikið að segja í dag, en ég ætla að enda á því að setja tengla og segja aðeins frá tveimur fáranlegum greinum sem ég las í dag og eflaust nokkrir hafa séð.

  1. RapeLay - Já, RapeLay er klárlega í 1. sæti yfir ógeðslegustu tölvuleikjum sem hafa verið gerðir. Þessi leikur gengur bókstaflega út á það að nauðga konum. Þetta er fokkin ógeð! 1. persónu nauðgunarleikur! WTF!! Þessir Japanir eru eitthvað þroskaheftir í andlitinu!!!
  2. Eins árs og preggó. Já, þetta er fáranlega freaky. Það var verið að uppgötva eins árs krakka sem fæddist með fóstur inní sér. Veit ekki með ykkur, en mér finnst dáldið snemmt að vera preggó þegar maður er eins árs. Súrt að alast upp samsíða barninu sínu... hahaha! Ég efast nú samt um að fóstrið lifi af.
En jæja. Ég ætla að enda blogginu á að vera fáranlega frumlegur og koma með lag dagsins. Þetta er tussu gott lag með söngkonunni Feist.


Kv. Atli F

Sunday, March 28, 2010

Númer eitt

First things first.
Hér með er ég byrjaður að bloga. Eða blogga? Hmmm.... Allavegana... Skulum byrja á því að hafa það á hreinu að ég er ekkert að fara að missa mig í því að reyna að fá fólk til að lesa blogið/bloggið mitt. Skulum bara líta á þessa síðu sem athvarf fyrir allt bullið mitt. Hvort sem að ykkur finnst það leiðinlegt eða skemmtilegt bull skiptir engu máli. Ég held að aðal ástæðan fyrir því að ég ætla að reyna að bloga/blogga sé svo að ég geti kíkt á þessa síðu aftur eftir 5 ár og hlegið mig máttlausan yfir því hvað ég var/er(fer eftir því hvernig þú lítur á hlutina) heimskur.

Elgos? Já!
Í dag er maaaaassað eldgos í gangi á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökul. Ég er fáranlega mikið að pæla í því að fara að skoða eldgosið í páskafríinu. Það væri goðsagnarkennt!! Fara líka seint um kvöldið, held það væri awesome að sjá alla eldvirknina í skjóli nætur. Maður getur nú alveg púllað smá miðnæturakstur! Hell yeah!

En já, svona til að enda fyrsta blogið/bloggið mitt þá ætla ég að benda ykkur á litla skoðanakönnun sem verður hér til hliðar. Hvort á að segja blog eða blogg? Ég bara veit ekki! :/

Kv. Atli F